4. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. september 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:30

ÞKG var fjarverandi.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 1. og 2. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á 149. löggjafarþingi (2018 - 2019) Kl. 08:30
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom fyrir nefndina og kynnti þau þingmál sem hann hyggst leggja fyrir þingið á 149. löggjafarþingi.
Ásamt honum komu á fundinn Ása Þórhildur Þórðardóttir,
Elísabet Anna Jónsdóttir og Jóhann Guðmundsson.

3) Önnur mál Kl. 10:10
Rætt var um að fá fulltrúa Landssambandi smábátaeigenda á fund til að fjalla um reynsluna af strandveiðum á síðasta tímabili.

IS óskaði að bókað yrði að hún teldi framkomu Kolbeins Óttarssonar Proppé í sinn garð á fundinum óviðunandi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15